Um Paramed
Paramed er ungt og kröftugt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum og lausnum fyrir heilbrigðisgeirann. Vörurnar sem Paramed býður upp á eru af ýmsum toga en þær eiga það sameiginlegt að vera gæðavörur á góðu verði. Paramed er eingöngu í samstarfi við viðurkennda birgja sem uppfylla allar kröfur um framleiðslu á heilbrigðisvörum.
Söluteymið hjá Paramed er vel mannað og eru Brynhildur og Júlíus þar í aðalhlutverki. Þau eru þekkt fyrir fljót svör, liðleika í samskiptum og ástríðu til að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini.
Brynhildur er iðjuþjálfi að mennt og hefur mikla reynslu í sölu og þjónustu á heilbrigðisvörum. Hennar sérsvið eru meðal annars skurðstofuverkfæri, kviðslitsnet, stuðningsvörur, rekstrarvörur fyrir skurðstofur, stólar, bekkir, kollar og margt fleira.
Júlíus er með próf í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði og hann hefur yfir 15 ára reynslu í fjölbreyttum vörum fyrir heilbrigðisgeirann. Hans sérsvið hefur meðal annars verið vörur fyrir lýtalækningar og húðlækna, sjúkraþjálfunarvörur, vörur fyrir sykursýki, endurhæfingu, rekstrarvörur, ýmis stærri tæki og margt fleira.
Brynjar Örn Þorleifsson sér um tæknimál og viðgerðir hjá Paramed. Hann er rafvirkjameistari að mennt og hefur fengið þjálfun í mörgum af þeim vörum sem Paramed selur og þjónustar. Hægt er að hafa samband við Brynjar með því að senda tölvupóst á paramed (at) paramed.is
Rakel Dögg Bragadóttir sér um fjármál og bókanir hjá Paramed. Rakel er hagfræðingur og hefur mikla reynslu í fjármálum fyrirtækja. Hægt er að senda tölvupóst á Rakel á netfangið bokhald (at) paramed.is.
Starfsfólk Paramed er í nánum samskiptum við sína (viðskipta) vini og saman ná þau markmiðum sínum um að aðilar í heilbrigðisgeiranum geti veitt fyrsta flokks vörur og þjónustu fyrir sína viðskiptavini. Paramed setur á sig miklar kröfur um að veita góða og fljóta þjónustu, bæði fyrir opinberar heilbrigðisstofnanir og einkageirann. Ánægðir viðskiptavinir er æðsta takmark Paramed teymisins.
Hægt er að senda fyrirspurnir til starfsfólks Paramed með því að senda tölvupóst á paramed (at) paramed.is
Símanúmer hjá Brynhildi er 7700029 og netfang hjá Brynhildi er brynhildur (at) paramed.is
Símanúmer hjá Júlíusi er 7700027 og netfang hjá Júlíusi er julius (at) paramed.is
Hafa Samband
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar um vörur og verð.