Þjónusta hjá Paramed
Hjá Paramed starfa tveir tæknimenn sem þjónusta tæki og búnað sem Paramed býður upp á í sínu vöruúrvali. Hlutverk tæknimanna er að sjá um uppsetningar á nýjum búnaði, veita viðgerðarþjónustu fyrir þau tæki sem eru í notkun á Íslandi og veita faglega ráðgjöf fyrir viðskiptavini Paramed.
Tæknimenn Paramed hafa sérfræðikunnáttu og hafa farið á námskeið hjá þeim birgjum sem eru í samvinnu við Paramed. Þeir eru menntaðir í sínu fagi og eru alltaf tilbúnir að aðstoða þar sem aðstoðar er þörf.
Tæknimenn Paramed eru Brynjar Örn Þorleifsson rafvirkjameistari og Róbert Örn Brynjarsson rafvirki.
Til að hafa samband við tæknimenn Paramed er best að senda tölvupóst á paramed@paramed.is