Þjónusta hjá Paramed
Hjá Paramed starfa tveir tæknimenn sem þjónusta tæki og búnað sem Paramed býður upp á í sínu vöruúrvali. Hlutverk tæknimanna er að sjá um uppsetningar á nýjum búnaði, veita viðgerðarþjónustu fyrir þau tæki sem eru í notkun á Íslandi og veita faglega ráðgjöf fyrir viðskiptavini Paramed.
Tæknimenn Paramed hafa sérfræðikunnáttu og hafa farið á námskeið hjá þeim birgjum sem eru í samvinnu við Paramed. Þeir eru menntaðir í sínu fagi og eru alltaf tilbúnir að aðstoða þar sem aðstoðar er þörf.
Til að hafa samband við tæknimenn Paramed er best að senda tölvupóst á paramed@paramed.is