1. Skilmálar

Seljandi er Paramed ehf., kennitala : 660510-0440, virðisaukaskattsnúmer 105465. Paramed er skráð hjá Lyfjastofnun Íslands. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

2. Skilaréttur
Kaupandi getur skilað vöru innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu. Varan á að vera í óopnuðum umbúðum og í sama ástandi og hún þegar hún var keypt. Framvísa þarf kvittun við skil. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum. Skila skal vörunni í vöruhús Paramed á kostnað kaupandans.

3. Upplýsingar um vöru
Á heimasíðu Paramed er að finna helstu upplýsingar um vörur sem eru til sölu. Einnig vísum við á heimasíður birgjans þar sem oft er að finna frekari upplýsingar. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, innsláttar, - og birtingarvillur í texta, verðum og myndum.

4. Verð
Verð eru á stöðugum breytingum og getur verð breyst án fyrirvara nema varan sé á samning. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekin fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega sem er í skref 3 í vefverslun. Þar er tekin fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv.

5. Afhending
Í pöntunarferlinu er valið um sendingarmöguleika.

6. Persónuvernd
Paramed virðir friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um persónuvernd og öryggi. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi öryggi og trúnað við meðferð upplýsinga um þig geturðu haft samband við okkur með tölvupósti á paramed@paramed.is

7. Skattar og gjöld
Öll verð á heimasíðu eru uppgefin með virðisaukaskatti og eru reikningar gefnir út með virðisaukaskatti.