YourBoots
YourBoots er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í og framleiðir vandaðar endurheimtar hulsur. YourBoots er hannað meðal annars til að flýta fyrir endurheimt íþróttafólks, vinna á sogæðabólgum, fótapirring og bráðabólgur í útlimum eftir áverka.
YourBoots leggur mikla áherslu á gæði og árangur og erfitt er að bera saman YourBoots við einfaldari tegundir sem í boði eru. Íþróttafólk kaupir YourBoots því það er kraftmikið, margir möguleikar til að stjórna tækinu, árangurinn er góður og tækið er einstaklega vandað.
YourBoots býður upp á 6 mismunandi meðferðarstillingar. Það er hægt að stjórna stillingum handvirkt á fjarstýringunni og einnig er hægt að sækja app á íslenska Appstore eða Playstore og tengja við tækið með Bluetooth til að auðvelda stjórnunina enn frekar. Þannig er auðvelt að stilla þrýsting í ákveðin hólf, t.d. ef meiðsli eða eymsli eru hjá viðkomandi. Vönduð YourBoots taska fylgir tækinu.
Stærð á stígvélum sem í boði eru:
Stærð 1: Hentar fyrir einstaklinga milli 150 og 170 cm á hæð. Ummál læra 70 cm.
Stærð 2: Hentar fyrir einstaklinga milli 170 og 190 á hæð. Ummál læra 73 cm.
Stærð 3: Hentar fyrir einstaklinga milli 190 og 205 cm á hæð. Ummál læra 74 cm.