Cool kælihulsa 25cm
- Venjulegt verð
- 10.900 kr
- Útsöluverð
- 10.900 kr
- Venjulegt verð
Lýsing á Vöru
Lýsing á Vöru
COOL hulsurnar frá YoorBoots eru hannaðar til að gefa góða kælingu og þrýsting á sama tíma. Þær eru mjúkar og teygjanlegar og gefa kælingu allan hringinn á viðkomandi svæði. Þær innihalda sérhannað gel (40% vatn) sem er umvafið neoprene efni sem gerir þær mjúkar og teygjanlegar. Það er því hægt að setja þær beint á bert hold. Þær liggja þétt að húðinni og fylgja henni því vel í hreyfingum. Hægt að hreyfa sig og jafnvel gera æfingar á meðan kælingin fer fram.
25cm hulsan hentar fyrir úlnliði, framhandleggi, olnboga, ökkla, leggi og kálfa og hné.
Hulsurnar eru margnota og þurfa að vera í frysti í 1-2 klst fyrir notkun. Eftir notkun er ráðlegt að leyfa þeim að þorna áður en þær eru settar í frysti aftur. Þær koma í sérstökum poka sem ráðlegt er að hafa þær í á meðan þær eru í frysti. Ef hulsan blotnar t.d. vegna svita er ráðleggt að leyfa henni að þorna því annars er hætta á að gelið dragi í sig vökvann. Við það riðlast uppbygging gelsins og dregur úr eiginleikum þess. Ekki skal hafa hulsuna í pokanum þegar hún er að þorna.
Ef það kemur gat á husluna skal hætta að nota hana.
Skilmálar
Skilmálar




